7. október 2023
VÖK
10 ára afmælistónleikar

VÖK heldur upp á 10 ára afmæli sitt með sínum fyrstu stórtónleikum, í Eldborgarsal Hörpu. Hljómsveitin hóf göngu sína í Músíktilraunum þegar þau unnu fyrsta sætið árið 2013. Vök hefur síðan þá verið ein vinsælasta hljómsveit landsins og verið á stanslausu tónleikaferðalagi um allan heim undanfarin ár. Plöturnar þeirra Figure (2017), In the Dark (2019), og Vök (2022) hafa hlotið lof tónlistarunnenda um allan heim.

Hér er um að ræða einstakt tækifæri til að sjá þessa mögnuðu hljómsveit koma fram, á hátindi síns ferils, í einum fallegasta sal landsins.

 

Hljómsveitin Vök var stofnuð af Margréti Rán Magnúsdóttur og Andra Má Enokssyni í byrjun ársins 2013 í því skyni að taka þátt í Músiktilraunum. Þau voru svo lánsöm að vinna keppnina. Í kjölfarið byrjuðu hlutirnir að rúlla. Þau unnu hörðum höndum við að semja fyrstu EP plötuna sína Tension og fengu sinn fyrsta plötusamning hjá íslenska plötufyrirtækinu Record Records. Ólafur Alexander bassaleikari gekk í hljómsveitina um haustið. Vök var síðan tilnefnd sem bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum og lag þeirra ‘Ég bíð þín’ sat lengi á vinsældarlista Rásar 2 þetta árið ásamt því að fá mikla útvarpsspilun hérlendis.

Árið 2015 gaf Vök út sína aðra stuttskífu og ber hún nafnið ‘Circles’. Skífan sem var var tekin upp í Geimsteini í Keflavík, opnaði nýjar dyr fyrir Vök erlendis. Þeim var boðið að spila á Eurosonic og fengu flestar bókanir á tónlistarhátíðir erlendis af íslenskum böndum það ár, t.d. Roskilde Festival, The Great Escape, Reeperbahn Festival, Positivus Festival, Colours Of Ostrava og Winterthurer Musikfestwochen. Lagið Waterfall komst á vinsældarlista Rásar 2 og fékk umtalsverða spilun á erlendum útvarpstöðvum. Einar Hrafn Stefánsson mætti til leiks sem trommuleikari og fjórði meðlimur Vakar í byrjun ársins.

Á árunum eftir gáfu þau út lög sem slógu í gegn og í kjölfarið fór hljómsveitin í fyrsta headline-túr sinn um Evrópu sem gekk vonum framar. Árið 2017 kom út fyrsta breiðskífa Vakar, ‘Figure’. Sú plata var valin rafplata ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum þetta árið. Vök hélt síðan áfram að leggja áherslu á tónleikaferðir um Evrópu. Árið 2019 gaf Vök út breiðskífuna In the Dark. Platan er með yfir 9 milljónir streyma á Spotify. Undirtektir hafa verið afar góðar og vann platan pop plötur ársins 2019 á Íslensku tónlistarverðlaununum.

Árið 2021 gaf hljómsveitin gaf út þrjá smáskífur af komandi EP plötu. Öll lögin fóru þau á topplista útvarpsstöðva (Rás 2, Bylgjan, Xið 977). Árið eftir kláraði hljómsveitin að vinna sína 3. breiðskífu og gaf út 5 smáskífur af komandi breiðskífu. Öll lögin sátu á topplistum útvarpsstöðva (Rás 2, Bylgjan, Xið 977). Platan kom út 23. september við mikið lof gagnrýnenda og var plata vikunnar á Rás 2. Platan hefur fengið yfir 1,6 milljón streymi.

Dagsetning

7. október 2023

Staður

Eldborg, Harpa

Miðaverð

Úrvalssæti: 14.990 kr. (blátt á mynd)
Verðsvæði A: 12.990 kr. (rautt á mynd)
Verðsvæði B: 11.990 kr. (ljósblátt á mynd)
Verðsvæði C: 9.990 kr. (grænt á mynd)
Verðsvæði D: 7.990 kr. (gult á mynd)

Hlekkir

Þú gætir haft áhuga á..