Spurt og svarað
Laufey í Kórnum 14. mars
Miðasala
HVERNIG FER MIÐASALAN FRAM?
Miðasalan fer fram á senalive.is/laufey
Notast verður við stafræna röð, bæði í forsölum og eins þegar almenn sala hefst.
FORSÖLUR
Laufey forsala fer fram 10. september kl. 9
Sena Live forsala fer fram 11. september kl. 9
Athugið að skráning í póstlistaforsölur þarf að fara fram fyrir miðnætti daginn áður.
HVAÐ ER STAFRÆN BIÐRÖÐ?
Stafæn biðröð verður notuð fyrir allar forsölur og almenna sölur, til að tryggja að allt gangi vel fyrir sig og vernda kerfið fyrir álagi.
Skráning í biðröð opnar 30 mín áður en sala hefst, á forsöluhlekkjum fyrir forsölu og í almennu miðakaupaferli fyrir almenna sölu.
Á slaginu kl. 09:00 þegar sala hefst verður öllum sem hafa skráð sig í biðröð raðað af handahófi.
Þau sem mæta í röðina eftir kl. 09:00 fara aftast.
Eftir að þú ert komin(n) með pláss í biðröðinni sérðu alltaf áætlaðan biðtíma.
EF ÉG ER KOMIN Í RÖÐ ER ÉG ÞÁ ÖRUGG/UR UM AÐ FÁ MIÐA?
Nei, það fer eftir eftirspurn hvort þú náir miða.
Ef eftirspurn er umfram framboð getur orðið uppselt áður en biðröð klárast.
Miðar geta selst upp á nokkrum mínútum ef eftirspurn er mikil, eða jafnvel samstundis.
HVAÐ GET ÉG KEYPT MARGA MIÐA Í EINU?
10 miðar í hverri sölu í almennri sölu. Í forsölum getur fjöldinn verið annar.
ER ALDURSTAKMARK?
Öll er velkomin, en 18 ára og yngri þurfa að vera í fylgd fullorðinna.
Sama verð gildir fyrir alla; enginn afsláttur er fyrir börn og ekki barnamiðar í boði.
ÉG FÉKK EKKI STAÐFESTINGAPÓST EFTIR MIÐAKAUP, HVAÐ GERI ÉG?
Ef netfang er rétt skráð, þá er pósturinn líklega í rusl/junk hólfi hjá þér.
Ef ekkert finnst hafðu þá samband við Tix miðasölu á [email protected]
Tónleikadagur
Hér munu upplýsingar bætast við, eftir því sem við á þegar nær dregur
HVER ER DAGSKRÁIN?
18:00 – Sætaferðir hefjast frá Smáralind
18:30 – Húsið opnar
20:00 – Tónleikar hefjast
Nánari dagskrá og fyrirkomulag varðandi sætaferðir verður kynnt með góðum fyrirvara.
VERÐUR FATAHENGI?
Já, það verða fatahengi.
VERÐUR VEITINGASALA?
Já, það verður veitingasala, drykkir og snarl í boði. Nánari upplýsingar þegar nær dregur.