skip to content
7. nóvember 2024
HAM + Reykjavíkurdætur og Sinfó – IA24 Partner Event
Eldborg Harpa

Þetta er tveir-fyrir-einn viðburðurinn sem við höfum beðið eftir! Sinfóníuhljómsveit Íslands byrjar kvöldið með Reykjavíkurdætrum og endar það með HAM sem munu hrista vel upp í Eldborg. Við getum ekki beðið eftir að sjá Sinfó bæta sinni einstöku tign við tónlist þeirra!

Sex verðsvæði eru í boði og miðarnir kosta frá 5.990 ISK.

HAM
Dramatískur hljóðheimur HAM hefur alltaf vakið sterk viðbrögð. Einkenni HAM eru háværir tónleikar, miskunnarlausar lagasmíðar og ögrandi textar.
HAM starfaði af miklum krafti á árunum 1988-1994 og má segja að kertið hafi verið brennt frá öllum endum. Árið 2001 kom HAM svo aftur saman til að endurvekja þungan hljóðheim sinn. Frá árinu 2006 hefur sveitin starfað af nokkrum þunga, spilað reglulega og gefið út nýtt efni.

Tónlist HAM er tímalaus og dramatísk. Hljómasúpur og tónskrattar kallast á og staflast upp hljóma á óma ofan. Tónlistin er hávær, harkaleg og ómþýð í senn. Yrkisefnin eru þjóðleg, harmþrungin og grunnmannleg. Það hefur verið haft á orði að máske sé HAM þjóðlegust íslenskra hljómsveita. Að verk hennar endurspegli íslenska kletta og svarrandi brim. Textar kafi ofan í dramatík mannlífsins og baráttu við náttúruna.

HAM er einstakt fyrirbæri í íslenskri tónlist. Um leið er alþekkt og algilt að við erum öll HAM.


REYKJAVÍKURDÆTUR
Hljómsveitin Reykjavíkurdætur kom eins og stormsveipur inn í íslenskt menningarlíf fyrir um áratug og vakti strax mikla athygli fyrir hispurslausa texta, óheflaða framkomu og sérstöðu sína sem hópur kvenna í íslenskri rappsenu. Frá árinu 2013 hefur hljómsveitin komið fram í yfir 20 löndum, spilað á öllum helstu hátíðum og viðburðum hérlendis og unnið til virtra verðlauna á borð við MME verðlaunin sem Evrópusambandið veitir og viðurkenningu Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu.

Hljómsveitin hefur síðustu misserin stefnt fleyi sínu á erlend mið en stimplaði sig rækilega inn að nýju í íslenskt tónlistarlíf með þátttöku sinni í Söngvakeppninni 2022. Reykjavíkurdætur hafa tekið stakkaskiptum í gegnum árin og telur hljómsveitin í dag átta meðlimi en það eru þær Blær, Karítas, Ragga, Salka, Steiney, Steinunn, Þórdís Björk og Þura Stína

Dæturnar hafa á sínum starfsferli, gefið út þrjár plötur og fjölda smáskífa auk þess sem þær hafa staðið fyrir námskeiðum í textasmíð og rappi fyrir börn og haldið fyrirlestra bæði hérlendis og erlendis.

This is the two-for-one event we’ve been waiting for! The Iceland Symphony Orchestra starts the evening with Reykjavíkurdætur and ends it with HAM, who will shake things up further in Eldborg. We can’t wait to see Sinfó add their unique majesty to their music!

Six price zones are available and tickets starts at 5,990 ISK.

HAM
HAM’s dramatic soundscape has always evoked a strong response. HAM’s hallmarks are loud concerts, relentless songwriting and provocative lyrics. They’ve worked with great energy in the years 1988-1994 and it can be said that the candle was burned from all ends. In 2001, HAM reunited to revive their heavy soundscape. Since 2006, the band has been working hard, playing regularly and releasing new material. Timeless and dramatic, their music is loud, harsh and unpopular at the same time. The themes are folk, melancholy and basic human topics. Their music reflects Icelandic cliffs and crashing waves, and their lyrics delve into the drama of human life and the struggle with nature.

HAM is a unique phenomenon in Icelandic music.

REYKJAVIK’S DAUGHTERS
The band Reykjavíkurdætur came like a storm into Icelandic cultural life about a decade ago and immediately attracted a lot of attention for their blunt lyrics, unpolished behavior and their uniqueness as a group of women in the Icelandic rap scene. Since 2013, the band has performed in over 20 countries, played at all the major festivals and events in Iceland and won prestigious awards such as the MME award given by the European Union and the Jónas Hallgrímsson’s recognition award on Icelandic Language Day.

The band has been aiming abroad for the last few seasons, but has thoroughly re-entered the Icelandic music scene with its participation in the 2022 Song Contest. The Daughters of Reykjavík have changed over the years and today the band has eight members, and they are Blær, Karítas, Ragga , Salka, Steiney, Steinunn, Þórdís Björk and Þura Stína.

During their career, the daughters have released three albums and a number of singles, in addition to conducting courses in songwriting and rapping for children and giving lectures both in Iceland and abroad.

Six price areas are on offer:
Prime:      18,990 ISK  (purple on seat map)
Area 1:      17,990 ISK  (red on seat map)
Area 2:      15.990 ISK  (blue on seat map)
Area 3:      13.990 ISK   (green on seat map)
Area 4:      9.990 ISK   (yellow on seat map)
Area 5:      5.990 ISK   (pink on seat map)

Almenn sala hefst 6. júní kl. 10

Dagsetning

7. nóvember 2024

Staður

Eldborg

Miðaverð

Úrvals:       18,990 ISK  (fjólublátt á mynd)
Svæði 1:     17,990 ISK. (rautt á mynd)
Svæði 2:     15.990 ISK. (blátt á mynd)
Svæði 3:     13.990 ISK. (grænt á mynd)
Svæði 4:     9.990 ISK. (gult á mynd)
Svæði 5:     5.990 ISK. (bleikt á mynd)

Hlekkir

Þú gætir haft áhuga á..