Liðnir viðburðir
Sena Live hefur á undanförnum áratugum fest sig í sessi sem leiðandi viðburðahaldari á heimsvísu, þar sem alþjóðlegar stórstjörnur treysta á fagmennsku okkar til að skapa ógleymanlegar stundir. Ísland hefur notið góðs af þessari reynslu og tengslaneti, sem hefur gert okkur kleift að færa heimsins stærstu listamenn hingað til lands á hátindi ferils síns.
Við höfum skipulagt nokkra af stærstu tónleikum sem haldnir hafa verið á Íslandi, þar á meðal tímamótatónleika með súperstjörnum á borð við Justin Timberlake, Justin Bieber og Ed Sheeran. Aðrir hápunktar sem vert er að nefna eru meðal annars Eagles, Red Hot Chili Peppers og Andrea Bocelli.
Íslenskir tónlistarmenn njóta einnig sérstaks sess í starfi okkar, þar sem við höfum staðið að skipulagningu tónleika með stórum nöfnum eins og Björk, Sigur Rós og Ólafi Arnalds. Að ógleymdum fjölmörgum sýningum með hinum eina sanna Ladda.
Við hjá Sena Live höfum einnig sérhæft okkur í að færa heimsfræga uppistandara til Íslands, þar á meðal Ricky Gervais, John Cleese og Kevin Hart, sem hafa allir vakið mikla lukku hérlendis.
Auk þess stöndum við fyrir stórum árlegum viðburðum á borð við tónlistarhátíðina Iceland Airwaves, skemmtihlaupið Color Run og jólatónleikana Jólagestir Björgvins, sem hafa allir orðið fastur liður í íslensku menningarlífi.